Ferðasögur Myndir Þátttakendur GPS Kort Spjall Skálinn Mýrdalsjökull Vegasafn f4x4 |
Helgina 24-25 nóvember verður farin nýliðaferð í Strútsskála á
Mælifellssandi. Fararstjórar verða Einar Kjartansson (s. 690 3307) og Bessi Aðalsteinsson.
Það er fullbókað í ferðina. Þeir sem skrá sig hér eftir verða á biðliasta Þátttökugjald er kr. 4000 á mann og 1000 krónur fyrir hvern bíl. Sá hluti verður ekki endurgreiddur ef menn hætta við. Innifalið í galdinu er gisting í eina nótt og sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 10 bíla, auk fararstjóra. Áformað er að leggja af stað frá Hlíðarenda (bensínstöð N1) á Hvolsvelli, klukkan 9:30 að morgni laugardags. Ef veður og færi leyfa, verður farið yfir Mýrdalsjökul, frá Sólheimaskála. Annars verður farið um Fljótshlíð og Mælifellssand. Margar leiðir koma til greina til heimferðar, m.a. Öldufellsleið niður á Mýrdalssand. Kröfur um hjólbarðastærð miðast við að bílarnir hafi sambærilega getu til að fljóta á snjó og fullvaxnir jeppar á 38" hjólbörðum. Ætlast er til þess menn fari að fyrirmælum fararstjóra varðandi loftþrýsting í dekkjum, og að þeir séu reiðubúnir til að aka með 3 psi í dekkjum. Stefnt er að því að nota rás 48 á VHF í ferðinni. Frekari upplýsingar fást hjá fararstjórum eða á skrifstofu 4x4, í síma 568 4444. |