Gutti
Flökkusögur
Landmannalugar 2004
Skófluklif
Hekla 2003
Vatnajökull 2003
Hrafntinnusker 2003
Hekluvegur
Þjófahraun
Hrafntinnusker 2002
Landmannalaugar
Grímsfjall
Kjölur
Tölvupóstur
Búnaður
Klaki
|
|
Langjökull, 16 apríl 2000
Langjökull, 16 apríl 2000
Að morgni pálmasunnudags héldu Kristinn Torfason, Andri Einarsson og
undirritaður í sunnudags bíltúr á Langjökul. Faraskjótar voru Isuzu Trooper '87
og Ford Bronco '79.
Ekið var yfir Mosfellsheiði og inn á Gjábakkaveg. Vegagerðin var að
láta moka Gjábakkaveginn og var jarðýtan komin langleiðina að Dímon.
Rétt áður en við náðum jarðýtunni, var látið blístra úr dekkjum og akstur á
snjó hófst.
Allar myndir stækka ef smellt er á þær.
Í Þjófahrauni
var frábært færi en umferð í meira lagi.
Framundan var Skjaldbreið
en Skriðan og Hlöðufell
á hægri hönd.
Mjög mikill snjór er í gígnum í tindi Skjaldbreiðar.
Útsýni var frábært,
á myndinni sjást
Hlöðufell og Kálfstindur.
Andri renndi sér á skíðum norður af Skjaldbreið, í átt að Tjaldafelli, sem er
fyrir miðri mynd. Langjökull er í baksýn, Geitlandsjökull lengst til vinstri.
Farin var venjuleg leið upp á Langjökul, vestan Klakks, yfir
vesturbungu Langjökuls og stefna tekin í átt að Eiríksjökli.
Síðan var snúið til baka og ekið upp á Geitlandsjökul, þaðan sem myndin er
tekin. Hlöðufell og Skjaldbreiður sjást vel.
Andri renndi niður af Geitlandsjökli að skála við jökuljaðar.
Strútur, Hafrafell og Eiríksjökull sjást í bakgrunni.
Frá skálnum var ekið eftir vegi niður á Kaldalsveg. Myndirnar eru
teknar til suðurs í Þjófakrók.
Vegna snjóleysis á Kaldadalsvegi, var ekið upp í hlíðar Oks,
myndin er tekin í átt að Þórisdal, milli Geitlandsjökuls og Þórissjökuls.
Ekki var mikið um ský á himni, þó náðist að mynda eitt slíkt frá
Kaldadal.
Síðasta myndin sýnir Skjaldbreið úr vestri.
Einar Kjartansson, eik@klaki.net
[Gutti]
[Flökkusögur]
[Landmannalugar 2004]
[Skófluklif]
[Hekla 2003]
[Vatnajökull 2003]
[Hrafntinnusker 2003]
[Hekluvegur]
[Þjófahraun]
[Hrafntinnusker 2002]
[Landmannalaugar]
[Grímsfjall]
[Kjölur]
[Tölvupóstur]
[Búnaður]
[Klaki]
|