3f Austfirðir 8. júlí 9. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 14. júlí 15. júlí |
Ausandi rigning var um morguninn í Bakkagerði. Fötin okkar náðu þó að þorna nokkuð vel. Veðrið skánaði þó nokkuð eftir að við lögðum af stað, sem var um kl. 10.30. Fyrst gengum við í 4,5 km. að opinberri gönguleið dagsins, reyndar með viðkomu á Álfaborg. Við lögðum á fjallið um kl. 12 og gengum fyrst yfir í Brúnavík eftir leið 1 á göngukorti. Veður í lagi en fjallasýn lítil. Komum í Brúnavík rétt fyrir tvö og sum okkar skoðuðu fjöruna vandlega. Gengum síðan eftir leið 4 til Breiðuvíkur og var veðrið nokkuð skaplegt þó frekar lágskýjað væri. Útsýni ágætt niðri á láglendi en fjallasýn nær engin. Hæð á gönguleið 4 mun meiri en gefin var upp á korti eða um 470 metrar þar sem hæst var. Komum til Breiðuvíkur um kl. 19.00 eftir 17,4 km. göngu. Enginn var í skálanum í Breiðuvík nema við þar sem annar hópur sem hafði pantað hafði breytt ferð sinni vegna veðurs. Alls var því gengið í 8,5 tíma, 17,4 km. Meðalpúls 111 yfir allan daginn, brennsla 3357 kcal, 50% fita. Skálinn í Breiðuvík var mjög huggulegur og alveg til fyrirmyndar. Við áttum mjög huggulegt kvöld með engum lúxus til að byrja með. Barði og Jón Örn drógu síðan fram fram vín úr pússi sínu og Guðrún og Ólöf bökuðu pönnukökur. Allir gengu því til hvílu nokkuð þreyttir, en mjög glaðir á sálinni.
-Ari>
Myndirnar stækka ef smellt er á þær |