Miðvikudagur 11. júlí


3f
Austfirðir
8. júlí
9. júlí
10. júlí
12. júlí
13. júlí
14. júlí
15. júlí
Lagt af stað upp úr kl. 11 frá Breiðuvík eftir stutta göngu í fjöruna. Munurinn á 235 og 325 er nákvæmlega sá á þessum stað að maður tekur leiðina til Borgarfjarðar í stað þess að fara þá leið sem stikuð er til Húsavíkur. Mistök Sigrúnar, ötuls fararstjóra okkar, uppgötvuðust þó fljótlega og þá var kúrsinn réttur snarlega. Það teygðist verulega á hópnum nokkrum sinnum þennan dag og sumum lá mikið á. Veðrið var þokkalegt eftir að útlitið hafði verið slæmt um morguninn. Seinnipart dagsins sást meira að segja dálítið í sól. Þessi staðreynd var orðuð á mismunandi hátt af göngufólki: Glitti í sólina skamma stund (Barði), Það skein sól á okkur sinni hluta ferðarinnar (Árni), Það sást til sólar (Helga). Við komum að skálanum í Húsavík kl. 16.40, eftir alls 12,9 km göngu.og ég brenndi 1919 kcal á þeirri leið. Skálinn var sömu gerðar og í Breiðuvík og við höfðum hann líka ein. Þegar við gengum niður í Húsavíkina sagði Barði gamla þjóðsögu þarna úr víkinni sem gekk út á það að ef 13 göngumenn með bakpoka kæmu gangandi niður í víkina á miðvikudegi væri einn þeirra feigur.

Strax á eftir gengum við Árni á fjall upp í 450 m. hæð, sem var 2,2 km. ganga. Brennsla yfir daginn í 6 tíma og 16 mín. göngu 2501 kcal. 50% fita. Þetta var afmælisdagur Helgu og voru Helgi og Berta og fleiri úr fjölskyldu hennar frá Egilsstöðum mætt með mikil veisluföng og nýjar vistir fyrir okkur. Gillið hófst með freyðivíni og gulrótarköku af stærri gerðinni. Mikil veisla var haldin þá um kvöldið og naut ég þá þess heiðurs að skera ket ofan í þá báða höfðingjana Árna og Jón Örn. Um kvöldið fengum við gesti, Gunnlaug Júlíusson ásamt þremur öðrum og þáðu þeir ýmsar veitingar hjá okkur. Leifar af öllum þeim veisluföngum sem Egilsstaðabúar höfðu komið með voru nær engar, eins og reyndar var við að búast í þessum mat- og drykkglaða hópi. Um kvöldið var gerð tilraun til þess að ræða mögulegar gönguleiðir fyrir næsta sumar, en eining var ekki mikil um það mál. -Ari



Myndirnar stækka ef smellt er á þær

[3f] [Austfirðir] [8. júlí] [9. júlí] [10. júlí] [12. júlí] [13. júlí] [14. júlí] [15. júlí]

Síðast uppfært 25. Mars 2002.       Einar Kjartansson