3f Austfirðir 8. júlí 9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 14. júlí 15. júlí |
Farið frá Stakkahlíð kl. 11.35 og stefnt á Dvergastein í Seyðisfirði yfir Hjálmárdalsheiði, sem er nokkuð þægileg gönguleið. Maður sem við hittum á Sævarenda í Loðmundarfirði sagði okkur reyndar að Hjálmárdslsheiðin væri sú ljótasta á landinu og þótt víðar væri leitað. Barði bar reyndar upp á hann að hann væir Borgfirðingur og það skýrði þessa skoðun hans. Við þetta er líka að bæta að þetta var föstudagurinn þrettándi og alls voru 13 manns í hópnum. Eitthvað hlaut því að fara úrskeiðis fyrir utan venjulegt FFF-hnjask og pústra. Ég lenti sem sagt í því að detta og bráka nokkur rifbein, en náði samt að klára gönguna. Alls var leiðin að Dvergasteini til Sigurðar Filipussonar 12,9 km, en Sigurður hafði litið eftir bílum fyrir okkur. Ekki sáum við þó til Sigurðar þegar við komum að sækja bílana. Við komum þangað þangað kl. 15,20 og var þá fólk og farangur selflutt til Seyðisfjarðar. Leiðin til Seyðisfjarðar er alls 17,6 km og Ágúst tók það að sér sem fulltrúi hópsins að klára alla leiðina og hlaupa til Seyðisfjarðar. Alls var gengið í 6 tíma og 8 mínútur. Meðalpúls 106, brennsla 1999 kcal 55% fita. Þegar við Jana kvöddum hópinn á
Seyðisfirði var mikill gistingastaðaruglingur í gangi, en síðar fréttum við að úr honum hefði ræst. Til Egilsstaða óku þá Ari, Jana, Guðrún og Gulli. Aðrir göngumenn voru Sigrún, Helga, Brynja, Einar, Árni, Barði, Jón Örn, Ólöf og Ágúst. Að mínu mati var þetta skemmtileg ganga sem hélt vonandi áfram að vera skemmtileg fyrir þá sem héldu áfram til Neskaupsstaðar.
-Ari>
Myndirnar stækka ef smellt er á þær |