3f Austfirðir 8. júlí 9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 15. júlí |
Sá hluti hópsins sem hélt göngu áfram fékk
bílfar að vesturenda flugvallar á Seyðisfirði.
Gengið var um Austdal í átt til Mjóafjarðar. Framan af var
gróður sumum til trafala og ama, en úr því rættist með
aukinni hæð. Leiðin fylgir að mestu raflínu sem lögð var til Mjóafjarðar
1976, og er vel stikuð. Ofan við 600 m hæð voru
stikur þó að mestu á kafi í snjó. Mesta hæð á leiðinni er
rétt rúmir 800 metrar. Við vorum innan við 5 tíma á leið upp í
skarðið en þar var blankalogn, sól og hiti.
Þaðan var létt ganga niður í "Brekku þorpið" þar sem við gistum á Sólbrekku. Um kvöldið fengum við steiktan fisk, næstum jafn góðan og þann sem við fengum í Stakkahlíð. Kvöldganga var gengin að Hesteyri. -Einar Myndirnar stækka ef smellt er á þær |